Preview Mode Links will not work in preview mode

Normið


Jul 19, 2019

Nú er sumarið brátt á enda og við farin að horfa til örtraðar sem að einkennir oft nýja byrjun haustsins. Þetta er eins og annað tækifæri til að upplifa 1. janúar aftur, hvernig ætlum við að klára seinni hlutann af árinu? Allir að koma sér í rútínuna.. skólinn, vinnan, ræktin & allt hitt. Hvert ætlum við að fara? Þorir þú að leyfa þér að dreyma stórt? Eða kemur rödd efans og slengir þér aftur niðrá jörðina á núll einni? Stór draumur = straumur. Leyfðu bjartsýninni, voninni og kraftinum að STREYMA um þig. Hlustaðu á þennan þátt og komdu þér í gírinn fyrir stóra drauma ... STRAUMA.