Preview Mode Links will not work in preview mode

Normið


Jul 5, 2019

Gæti verið að það sé menning hér á Íslandi fyrir því að "impressa" aðra? Rétt upp hönd sem nennir ekki lengur að velta sér upp úr áliti annarra! Í þessum þætti byrjum við að skoða menningarleg norm og það er gott fyrsta skref til að brjóta upp vanamynstur og fara út fyrir normið. Það getur verið erfitt að synda á móti straumnum og framkvæma hluti sem eru öðruvísi eða yfir höfuð vera maður sjálfur og vera öðruvísi, en það er líka sykursætt og langskemmtilegast að vera öðruvísi. Kryfjum þetta aðeins.